Hljótt um endurskoðendur .


     Mér  finnst hafa verið hljótt um endurskoðendur. Þeir eru því vísast fegnir ,best að atast í Jóhönnu og Steingrími. En hverjir endurskoðuðu bankana fyrir hrun og fengu mjög vel borgað fyrir ? Finnst endurskoðendur hjá stóru félögunum með fínu erlendu nöfnin hafa lítið þurft að svara fyrir sig en þeim vegnar víst mjög vel eins og áður. Eru reyndar til rannsóknar hjá "Sérstökum ".Tíminn leiðir í ljós hvað kemur út úr því.

Úrdráttur úr Fréttatímanum 02.12 2011 |
Frétt úr blaðinu

 

"Fjögur stærstu endurskoðendafyrirtæki landsins hafa skilað tæplega tveggja milljarða króna hagnaði á undanförnum tveimur árum. Eigendur þeirra fengu um áttatíu prósent af hagnaðinum í arð.

Endurskoðendarisarnir KPMG, Deloitte, Ernst & Young og PricewaterhouseCoopers hafa hagnast um 1,9 milljarða eftir hrun samkvæmt ársreikningum fyrirtækjanna fjögurra. Þessi félög voru sum hver gagnrýnd í Rannsóknarskýrslu alþingis fyrir að sinna ekki skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila bankanna árið 2007 og árshlutauppgjör fyrri helming árs 2008 en KPMG var endurskoðandi Kaupþings og PricewaterhouseCoopers var endurskoðandi Landsbankans og Glitnis.

KPMG hefur gengið gríðarlega vel eftir hrun. Félagið skilaði 490 milljóna króna hagnaði árið 2010 og 498 milljóna króna hagnaði árið 2009 eða samtals 988 milljón króna hagnaði á tveimur árum. Alls greiddi félagið 931 milljónir króna í arð á þessum tveimur árum til hluthafa sinna. "
...

 


mbl.is Slitastjórn Glitnis stefnir endurskoðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

  Tekið úr Pressunni þann .............20. mars. 2010 

¨"Vilhjálmur Bjarnason: Endurskoðendur eru í algerri afneitun á sínum þætti í h

 

Formaður Samtaka fjárfesta, Vilhjálmur Bjarnason, segir endurskoðendastéttina vera í algerri afneitun á sínum þætti fyrir hrunið. Hann segir endurskoðendur líta þannig á að þeir hafi fylgt öllum reglum þegar vafasamir ársreikningar voru samþykktir.



Vilhjálmur tók til máls á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í liðinni viku. Þar var framtíð íslensks fjármálamarkaðar rædd og komu framsögumenn með sína sýn á næstu árum íslensks viðskiptalífs. Vilhjálmur var talsvert gagnrýnin á þróun mála síðastu mánuði. Hann segir setningu neyðarlaganna á haustmánuðum 2008 hafa bjargað því sem hægt var og komið í veg fyrir að samfélagið færi í rúst. 



Síðan neyðarlögin voru sett hefur að hans mati þó lítið þokast í rétta átt. Vilhjálmur talaði um að hann vildi sjá einstaka stofnanir ráðast í ýtarlega naflaskoðun á sínum vinnubrögðum og benti sérstaklega á endurskoðenda stéttina. Hljóðið virkaði þungt í Villhjálmi þegar hann brá sér upp í pontu;



Endurskoðendur eru í algerri afneitun á sínum þætti í falli bankanna, þeir virðast líta svo á að allt sem gert var sé í fullu samræmi við lög og reglur. Væntingar mínar til endurskoðenda eru ekki miklar þessa stundina.

Í samtali við Pressuna sagðist Vilhjálmur undrandi á því að ekki einum einasta endurskoðanda skuli hafa verið stefnt eftir fall bankanna. Þeir hafi samþykkt ársreikningana athugasemdarlaust og þannig augljóslega brugðist sínu hlutverki;

Hver er ábyrgð þeirra á ársreikningum sem þeir hafa skrifað upp á sem ljóst er að ekki stóð steinn yfir steini á. Í lögum um hlutafélög kemur orðið endurskoðandi fyrir rúmlega 40 sinnum! Það er talað um að breyta þurfi lögum og reglum en það þýðir ekkert ef menn breyta ekki vinnulaginu.

Vilhjálmur rifjaði einnig upp athugasemdir sínar við ársreikninga FL group sem hann kom margoft fram með á hlutahafafundum félagsins;

Endurskoðandi FL Group sneri bara út úr fyrir mér og neituðu að svara því sem skipti máli."

Hörður Halldórsson, 10.3.2012 kl. 21:14

2 identicon

Það verður að hafa í huga að þau endurskoðunarfyrirtæki sem að eru að endurskoða ársuppgjör bankanna í dag voru að endurskoða banka fyrir hrun líka, þar að auki er PWC að rannsaka ýmislegt fyrir FME eins og sum mál innan sparisjóðanna og önnur ekki.

Ég held nú að slitastjórn Glitnis eigi aðeins að líta í eigin barm, Glitnir er móðurfélag Íslandsbanka og það er spurning um hvað stenst og hvað ekki í ársuppgjöri Íslandsbanka. Hvernig stendur á því að lánasöfnin eru en á kennitölu Glitnis og hvernig getur Íslandsbanki sýnt fram á hagnað á bréfum sem hann á ekki í augnablikinu. Fyrir utan það þá hefur ríkið og Seðlabanki mokað í Íslandsbanka og Arion 216 milljörðum sem það hefur aldrei gefist heimild fyrir frá EFTA og um leið og KB og Glitnir fara í gegnum nauðasamninga þá efast ég um að það verði hægt að ná þessum pening til baka þar sem að kröfuhafar geta sópað þessum pening í órekstrarhæf félög í eigin eigu annars staðar og þegar ríkið ætlar að ná sýnu þá verður að öllum líkindum krafan ekki samþykkt og 216 milljarðar horfnir.

Hvað varðar Landsbankann þá ábyrgðist ríkið án heimildar frá EFTA 270 milljarða víkjandi og nýji bankinn á eftir að greiða þeim gamla þar með 270 milljarða fyrir gallað lánasafn. Þegar greitt er af víkjandi skuldabréfi þá dregst það af eigin fé. Ef  við lítum á eigin fé nýja bankans þá er það 210 milljarðar sem þýðir að bankinn skuldar meira vegna víkjandi skuldabréfa en eigið fé hljómar upp á sem þýðir að hlutaféð er búið í bankanum. 

Þetta er og var Steingrímur JÚDAS að bjóða upp á

valli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hörður Halldórsson

Höfundur

Hörður Halldórsson
Hörður Halldórsson

Blogg er góð leið til skoðanaskipta  ,ef menn vanda sig.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • h h jök,,,
  • með Búlandstind í bakgrunn
  • Jökulsárlón júní 2011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband