24.6.2015 | 18:39
Laun eru lág..en
Það eru fleiri á of lágum launum en hjúkrunarfræðingar. Ómenntað fólk á gólfinu er með 230 000 og kemst kannski í 260 000 eftir nokkur ár í starfi . Hvað er réttlætalegur launamunur í goggunarröðinn á spítölum og hjúkrunarheimilum ? Mætti vera 70-90 000 krónu munur á þessum fólki. Þarf ekkert að vera meiri munur . Menntun er metin til launa sé miðað við lægst launaða fólkið. Laun eru almennt of lág yfir alla línuna,langtíma verkefni að leysa úr því.
Vonbrigði, reiði og sorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hörður Halldórsson
Bloggvinir
- gattin
- zeriaph
- rosaadalsteinsdottir
- sv11
- andrigeir
- agbjarn
- thjodarsalin
- skinogskurir
- rindpoop
- emilkr
- fhg
- fosterinn
- bofs
- mummij
- vinaminni
- halldorjonsson
- haddi9001
- harhar33
- snjolfur
- hrannsa
- don
- jakobk
- johanneliasson
- bassinn
- kari-hardarson
- askja
- marinogn
- mofi
- mortenl
- nilli
- os
- hafstein
- ursula
- valmundur
- sailor
- kermit
- valli57
- thorhallurheimisson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grunnlaunin hafa verið 214.000 og hækka nú í 245.000. Þetta framkallar í raun það að fleiri verða á taxta. Endar í 270.000 króna grunni og 300.000 króna lágmarkslaunaum f. 170 tíma.
Á þeim launum getur fólk verið árum saman.
http://www.hjukrun.is/library/Skrar/Kjarasvid/Kjarasamningar-2011/Stofnanasamningar-fra-2011--/Stofnanasamn-hjukrunarfraedinga-LOK-LSH-120213.pdf
032 (byrjunarlaun sjálfstæðs hjúkrunarfræðings) verða þá 380.000 til 041 -397.000
80.000 - 97.000 munur.
M.v. eðlilegan námskostnað borgar menntunin sig upp á 6-8 árum.
Meðallaunin (heildarlaun) á almenna markaðnum vs hvað meðallun hjúkrunarfræðinga eru að teknu tilliti til vinnutíma eru uþb 110-120 þ. hærri FYRIR þessa hækkun
Óskar Guðmundsson, 24.6.2015 kl. 20:50
Þakka þér fyrir upplýsingarnar.Þakklátur fyrir að fá hlutlægar upplýsingar.
Hörður Halldórsson, 24.6.2015 kl. 23:14
Mánaðarlaunin segja ekki alla söguna. Lægri ævitekjur, lægri lífeyrir og meiri skuldir í lok starfsævinnar er það sem menntun skilar hjúkrunarfræðingi miðað við þá sem hefja störf strax að loknum grunnskóla. Á meðan sá sem menntar sig er að safna skuldum er sá grunnskólagengni að vinna sér inn tekjur og lífeyrisréttindi. Það er enginn hagur í því að mennta sig í störf hjá hinu opinbera ætli maður að búa á Íslandi.
Espolin (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 02:30
Lífeyrir ríkisstarfsmanna er mun betri og hærri en þeirra sem eru hjá einkafyrirtækjum. Flestir sjóðir hafa lækkað lífeyri verulega eftir hrun. Ríkið bætir það upp, og þegar ríkisstarfsmenn fá launahækkanir þá fá eftirlaunaþegarnir samsvarandi hækkanir. Einnig getur fólk farið fyrr á fullan lífeyri hjá ríkinu, þeir sem hafa alltaf unnið hjá ríkinu geta farið á fullan lífeyri um sextugt. Aðrar stéttir þurfa að vinna í sjö ár í viðbót til að fá lífeyri. Kynnið ykkur málið áður skrifað er.
MargretS (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 11:21
MargretS, það kerfi sem þú talar um var aflagt á síðustu öld og á eingöngu við um þá sem kusu að fara ekki yfir í núverandi kerfi.
Espolin (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.