Færsluflokkur: Bílar og akstur

Bankabók í Landsbankanum

Er ekki hægt að stofna reikning í krónum fyrir Hollendinganna þurfum við nokkuð að kaupa dýrar Evrur.?  Tekið úr neyðarlögum ; "Ávallt skal heimilt að endurgreiða andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár í íslenskum krónum, óháð því hvort það hefur í öndverðu verið í annari mynt."

Séðir.

„Það vekur nokkra athygli að margir þeirra einstaklinga sem áttu stóran hlut í bönkunum í árslok árið 2007 losuðu sig við hlutabréf sín fyrir hrunið. Margir þessara einstaklinga hafa þannig ýmist innleyst hagnað eða bjargað því sem bjargað varð rétt fyrir hrunið,“ segir Páll Kolbeins í nýútkominni Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra".Þeir sem tóku út voru kannski ekki að útvarpa því.Ég trúi ekki öðru en að fólk hafi grunað að eitthvað væri í aðsigi,sérstaklega fólk innarlega í peningageiranum.


Georg Bjarnfreðarson afþýddur.

Í mínum huga væri erfiðast að staðfæra Georg Bjarnfreðarson á amerísku. Ólafur Ragnar finnst mér manngerð  sem auðvelt er að staðfæra svo alþýðlegur er hann . Georg yrði sjálfsagt nýkominn úr einhverri vistvænni kommúnu í Ameríku.t Það tekst misvel að endurgera þætti á milli landa.Sá þáttinn "la fea mas bella "sem er fyrirmynd  "Ugly Betty".Gat ekki dæmt hvor var betri því húmor er svo staðbundinn og liggur oft í tvíræðni tungumálsins.Þessir  2 eða 3 áfangar sem ég tók í spænsku í námsflokkunum ná ekki að fanga húmorinn í tungumálinu.Skildi  bara látbragðið.Húmor er víst það síðasta sem maður lærir í  tungumáli.
mbl.is Næturvaktin til Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versalasamningar hinir síðari.

Þetta er fyrir okkur Íslendinga einsog Versalasamningarnir.Gaman væri að fá að sjá samanburðarútreikninga á þessum tveimur samningum
mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morrinn

Fínt að sjá Múmínsnáðann , Snorkstelpuna og vini þeirra.Hin ógnvekjandi  Morri kemur í staðinn fyrir "terminator".
mbl.is Múmínálfar í stað Tortímandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuferð.

Sem betur fer erum við á eyju þannig að ekki fer Audi jeppinn í sölumeðferð í undirheimum.Jeppinn skilar sér til eigandans næstum örugglega en kannski skemmdur .Eini gallinn á Íslandi  er sá að menn virðast ekki geta keyrt stolinn bíl 10 metra örðuvísi en að skemma hann.Vonandi skila þeir honum  samt í góðu standi.
mbl.is Brotist inn meðan fjölskyldan svaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátæka ekkjan

Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: ,,Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.Markús 12:43.

mbl.is Vildi fá 5 punda gjöf til góðgerðamála endurgreidda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri kynningu.Vefsíðumyndir.

Staðreyndin er að að sárafáir vitja hjólanna sinna enda er þetta sáralítið auglýst og mjög takmarkaður opnunartími í óskiladeildinni.Væri ekki hægt að ljósmynda hjólin og búa til "tapað - fundið"  vefsíðu ?Reyndar væri það öfugur ávinningur fyrir lögreglufélagið því meira sem þeir legðu sig fram því minna kæmi í kassann.Hvatinn yrði því að koma annar staðar frá.
mbl.is Lögreglukórinn og stolnu hjólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blandinaviska "Skandínavíska".

Tungumálamiskilningur getur verið banvænn .Gamla skóladanskan er kannski ekki alveg  gjaldgeng í Svíþjóð og Noregi.Það er víst ekkert mál til sem heitir "skandínavíska".Danskan er góður grunnur t.d. fyrir norskuna en það er munur á málunum.Í Kaupmannahöfn varð um síðustu helgi banvænn miskilningur

"Maðurinn leitaði á bráðamóttöku eftir að hann var sleginn í höfuðið með glasi á Café Rust og segja læknar miklar líkur á því að hægt hefði verið að bjarga lífi mannsins hefði hann fengið viðeigandi læknishjálp.Maðurinn var dreyrasjúkur (hæmofil) og sagði hjúkrunarfræðingi sem tók á móti honum það."

" Ifølge vennene som var med på akuttmottaket, trodde sykepleieren av at Andreas forsøkte å formidle at han var homofil, og ikke hemofil (bløder) som han gjentatte ganger sa."

Bretar .

Bretar hafa fallið í áliti hjá mörgum .Gordon kallinn er tákn hins leiðinlega tjalla + vond auglýsing fyrir landið..En á hitt ber að líta að Bretar hafa góða innistæðu hjá okkur og t.d. breskt popp og sjónvarpþættir í hæsta flokki.Mínir hallærisfordómar voru oft á kostnað meginlandsbúa sem voru á þá lund að  Þjóðverjar væru stífir og Frakkar uppstökkir . Þetta voru fordómar og passa ekki við samkvæmt könnuninni  og minni litlu reynslu .
mbl.is Bretar styggastir Evrópubúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hörður Halldórsson

Höfundur

Hörður Halldórsson
Hörður Halldórsson

Blogg er góð leið til skoðanaskipta  ,ef menn vanda sig.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • h h jök,,,
  • með Búlandstind í bakgrunn
  • Jökulsárlón júní 2011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband