5.7.2009 | 23:42
Kamban og andrúmsloftið í stríðslok.
Tekið úr gögnum Leikminjasafns Íslands Á stríðsárunum var Guðmundur Kamban í Danmörku, þar sem kjör hans voru oftast harla kröpp. Kgl. leikhúsið setti að vísu á svið tvö ný leikrit eftir hann árið 1941, Komplekser og Grandezza. Var fyrra leikritið sýnt 29 sinnum (frums. í feb. 1941), og hið síðara 18 sinnum (frums. í nóv. 1941). Honum tókst hins vegar ekki að fá starf að nýju sem leikstjóri við leikhúsið. Honum var því nokkur vorkunn, þó að hann reyndi að leita á náðir Þjóðverja sem seildust til æ meiri áhrifa í dönsku menningarlífi, ekki síst undir lokin, er þeir lögðu m.a. danska útvarpið undir beina stjórn SS. Í Berlín átti hann sér enn velvildarmenn, sem voru fúsir að leggja honum lið, og var það fyrir tilstyrk þeirra að hann var ráðinn til að setja upp gamanleik Björnsons Landafræði og ást í Hamborg árið 1942. En fleiri verkefni buðust honum ekki í þýsku leikhúsi. Á síðari hluta stríðsáranna fékk Guðmundur nokkurn fjárstyrk frá Þjóðverjum til að rannsaka hollustu sölva og mun hafa þurft að sækja greiðslurnar í Dagmarhus, aðalbækistöðvar hernámsliðsins. Hann hafði um langt skeið haft orð á sér fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum og varð þetta allt til þess að að danska andspyrnuhreyfingin tók nú að hafa gætur á honum. Rétt er þó að taka skýrt fram að ekkert bendir til að hann hafi nokkru sinni verið hallur undir málstað þýskra nasista. Hann hafði að vísu látið í ljósi ánægju með þá ákvörðun Göbbels að þagga niður í þýskum gagnrýnendum og eins haldið opinbert erindi um ágæti þegnskylduvinnu sem hann taldi raunar íslenska hugmynd. En nú var orðið auðvelt að nota slíkt gegn honum og stimpla hann sem medlöber, meðreiðasvein þýska hernámsliðsins.
Þegar Danmörk varð frjáls undan oki Þjóðverja 5. maí 1945, fóru frelsisliðar svonefndir um borgina og leituðu uppi alla sem grunaðir voru um mök við nasista. Virðist sem fjöldi manns hafi verið myrtur án dóms og laga þá um daginn, en þessum þætti í hernámssögu Dana hafa verið gerð furðanlega lítil skil. Um hádegisbil þá um daginn komu þrír ungir menn úr þessum hópi á Pension Bartholi í Uppsalagade 20 þar sem Guðmundur sat að snæðingi ásamt konu sinni og dóttur. Þeir báðu hann um að fylgja sér, en þegar þeir gátu ekki sýnt neina opinbera handtökutilskipun neitaði hann því og lauk orðaskiptum þeirra svo að þeir skutu hann til bana. Aldrei hefur verið gert uppiskátt um nafn þess sem myrti hann eða réttað í máli hans og hefur dönskum stjórnvöldum þó verið fullkunnugt um það.. Athygliert að pæla í þessu núna þegar fólk vill eðlilegt réttlæti komi fram á sökudólgum kreppunnar.Sennilega er betra að fara fram með varfærni.Guðmundur Kamban átti eingöngu í menningarlegum samskiptum við þjóðverja en var drepinn í múgsefjun í stríðslok.Hafði örugglega engin hernaðarleg samskipti við þjóðverja þó að leggja mætti saman tvo og tvo þá er ekki víst að útkoman sé eins örugg og menn halda..Vonandi gerum við ekki sömu mistök núna.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hörður Halldórsson
Bloggvinir
- gattin
- zeriaph
- rosaadalsteinsdottir
- sv11
- andrigeir
- agbjarn
- thjodarsalin
- skinogskurir
- rindpoop
- emilkr
- fhg
- fosterinn
- bofs
- mummij
- vinaminni
- halldorjonsson
- haddi9001
- harhar33
- snjolfur
- hrannsa
- don
- jakobk
- johanneliasson
- bassinn
- kari-hardarson
- askja
- marinogn
- mofi
- mortenl
- nilli
- os
- hafstein
- ursula
- valmundur
- sailor
- kermit
- valli57
- thorhallurheimisson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.